Færsluflokkur: Bloggar
21.11.2007 | 14:42
Fóbíur
Ég fann á netinu lista yfir fjöldan allan af fóbíum. Fóbíur er einhverskonar hræðslu/óþæginda fyrirbæri og þær hafa flestar eitthvað latneskt heiti eins og:
Arachnophobia- Hræðsla við köngulær
Demophobia- Hræðsla við mannfjölda.
Aviatophobia- Hræsla við að fljúga
Hypsiphobia- Hræðsla við hæð
Ég kíkti yfir listann og fór að spá í hvort mögulega væri einhver fóbía sem gæti átt við mig.
Bathmophobia- Hræðsla við stiga eða brattar brekkur. Já... mér er meinilla við að fara upp í stiga eða upp á stól en brött brekka á ekki við.
Thermophobia- Hræðsla við hita. Neeei..... ekki hræðsla kannski en mér líður mjög illa í hita.
Fann ekkert fleira á þessum lista sem á við mig. Get samt talið upp eins konar fóbíur t.d. allt sem blokkar eyrun eins og húfa, teppi eða sæng. Stóru, flottu eyrun mín verða að vera frjáls og ekkert má hylja þau. Þessi fóbía getur komið sér illa í snjóbyl og kulda. Svo er það augun. Ekkert oddhvast má beinast að augunum þá svíður mig í augun. Ég á t.d. mjög erfitt með að prjóna á fjóra prjóna af því að það eru oddar útum allt.
Nokkrar fyndnar fóbíur af þessum lista:
Acousticophobia- Hræðsla við hávaða. - Datt bara einn ákveðinn í hug
Bogyphobia- Hræsla við Grýlu og Leppalúða. - What!!!!
Arachibutyrophobia- Hræðsla við að hnetusmjör festist í efri gómnum. hmmm....
Defecaloesiophobia- Hræðsla við sársaukafullar innyfla hreyfingar. - ???? Ok.....
Autodysomophobia-Hræsla við þann sem lyktar andstyggilega. andstyggilega??
Phagophobia- Hræðsla við að borða eða verða borðaður. Svolítið ólíkt en.......OK
Dextrophobia- Hræðsla við hluti hægra megin við þig. hmm.... vertu aftast!!
Hedonophobia- Hræðsla við að líða vel. Döööö.... frekar langsótt.
Hippopotomonstrosesquippedaliophobia- Hræðsla við löng orð. hahahah...
Svo að lokum - Getraun - Hvað er Mono-phobia? Bjór í verðlaun
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.11.2007 | 09:06
RUV á sunnudag - EKKI missa af þessu.
Keyptu kók og poppaðu - Klíndu þér í sófann og allt í botn
því að sjónvarpið sýnir snilldar myndina:
Óbeisluð fegurð
Á sunnudag 18.11.2007 kl. 21.20 |
Óbeisluð fegurð gerist í stórbrotnu og eyðilegu landslagi Vestfjarða.
Kvikmyndin segir frá óvenjulegri fegurðarsamkeppni sem fram fór í samkomuhúsinu í Hnífsdal og vakti mikla athygli, ekki síst á erlendum vettvangi.
Reglurnar voru einfaldar: Keppendur máttu vera af báðum kynjum en urðu að vera komnir af barnsaldri og vera sem upprunalegastir. Þeir máttu ekki hafa farið í hárígræðslur, brjóstastækkanir eða svokallaðar fegrunarlýtaaðgerðir.
Sömuleiðis voru þeir útilokaðir frá keppni sem sótt höfðu ljósaböð í miklum mæli. Keppendur þurftu ekki að grenna sig eða þyngja og það taldist til tekna ef keppendur höfðu hrukkur, slit, aukakíló, skalla eða voru komnir við aldur.
Þessi líflegi, andófskenndi og bráðfyndni viðburður vakti fólkið í þessu litla þorpi sem og víðar til umhugsunar um fegurðarstaðla samtíðarinnar sem að sögn skipuleggenda eru gengnir langt út fyrir allan þjófabálk.
Höfundar myndarinnar er Tina Naccache og Hrafnhildur Gunnarsdóttir sem gerðu hina áhrifamiklu mynd Lifandi í Limbó sem Sjónvarpið sýndi í sumar.
Framleiðendur eru Krumma Film og bintlouisa films.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.11.2007 | 16:30
Útlendingar og hitt fólkið
Í sjónvarpinu í gær var "frétt" þar sem sagt var frá því að vertinn á Kaffi Akureyri hafi sett hóp Pólverja í straff vegna dólgsláta. Hvað er svona fréttnæmt við þetta? Ég bara man ekki eftir að það hafi komið í fréttum að Siggi eða Jóna hafi verið sett í straff í Sjallanum eða Krúsinni ef þau voru með læti.
Fyrirgefið, en mér fannst fréttakonan, sem tók viðtal við vertann, reyna að gera þetta að einhverri hasarfrétt þar sem hún reyndi eins og hún gat að láta hann líta út eins og útlendingahatara eða rasista eða hvað viljiði kalla þetta. Vertinn svaraði samt vel fyrir sig.
Ég var virkilega pirruð við þessa umfjöllun. Getur verið að einhverjum finnist að útlendingar eigi að fá að komast upp með að vera með læti og dónalegir, káfandi á gestum dansstaða og o.s.frv. af því að þetta eru (heilagir) útlendingar og við verðum að passa að vera ekki rasistar af því að við þurfum á þeim að halda.
Er þetta kjaftæði ekki komið út í öfgar? Það er farið að dæma okkur rasista ef við vogum okkur að ætlast til að útlendingar sæti sömu reglum og við hin.
Íslenskt....... já takk...............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.11.2007 | 14:00
Að vera eða vera ekki blankur
Sumir lifa flott og hafa efni á því.
Sumir lifa flott en um efni fram.
Sumir lifa naumt en hafa vel efni á að hafa það flott.
Sumir lifa eins og efnin leifa og verða þess vegna að velja og hafna.
Ég lenti í að fyrirtæki sem ég átti hlut í varð gjaldþrota fyrir 2 árum. Eftir mikið japl, jaml og fuður, þar sem bankastjóri nokkur í þessum bæ vildi ekkert með mig hafa og rak mig eiginlega úr viðskiptum, sat ég uppi með nokkuð margar millur í skuld og þurfti að endurskipuleggja fjármálin. Annar bankastjóri (sem ber nafn sem gefur til kynna að hann sé skítblankur) tók mig upp á arma sína og gerði eins vel við mig eins og hann mögulega gat.
Ég þurfti að læra að lifa sparlega og horfa í hverja krónu. Leiðinlegt en nauðsynlegt, sérstaklega á meðan það versta gekk yfir. Ég var ekki með fulla vinnu fyr en í maí í vor og þetta var stundum erfitt. En núna á síðustu mánaðarmótum greiddi ég ALLA reikninga inn á heimabankanum, meira að segja voru nokkrir þeirra "faldir" og átti bara dágóða summu eftir.
Ég er þó ákveðin í því að halda áfram að passa upp á peningana mína og halda þeim takmörkunum sem ég var búin að setja mér. Til dæmis voru tónleikar með Mugison í gær og mig dauðlangaði að sjálfsögðu en það kostaði tvö þúsund kall inn og mitt setta hámark á tónleika er 1500 kall, þannig að ég sleppti þeim.
Maður verður að standa við sín plön og forðast undanþágur og hver veit nema að maður nái að safna fyrir utanlandsferð eða einhverju skemmtilegu. Hvort sem einhver trúir því, þá ég hef aldrei stigið fæti mínum af mínu ástkæra ylhýra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
5.11.2007 | 09:17
Næturvaktin....deisjavú...
Ég sat í mestu makindum í gær og horfði á einn af mínum uppáhalds þáttum, Næturvaktina, sem er, eins og þeir vita sem horfa, mjög súr íslensk sería. Nema hvað í þessum þætti urðu starfsmenn bensínstöðvarinnar varir við nágranna sem var að stripplast heima hjá sér. Feitur nakinn maður á annari hæð. Svei mér þá ef þetta var ekki sami gaurinn og við sáum á ferð okkar um borg óttans fyrir mánuði síðan. Ekki nóg með það, heldur mætti Þorsteinn Joð á bensínstöðina og tók viðtal við starfsmenn. Það vantaði bara að talíbanapizzugaurarnir kæmu fram í þættinum og starfsmenn hefði ákveðið að eyða starfsmannasjóðnum í bíóferð á óbeislaða fegurð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.10.2007 | 13:00
Vertu aftast !!
Helgin að baki og ég er þreytt.
Við frumsýndum óbeisluðu myndina okkar á föstudag og allt fólkið sem mætti skemmti sér konunglega. Við vorum með alvöru frumsýningarteiti á eftir og litla uppákomu þar sem afhentir voru tveir viðeigandi titlar.
Ég var svolítið undrandi að það skyldi ekki vera fullt bíóið og það vakti sérstaka athygli mína að stjórnendur bæjarins létu sig vanta, ég meina ég er svo vitlaus að ég hélt að þetta fólk mæti á alla stóra viðburði sem haldnir eru í þessum bæ. Maður fer að hugsa, er þetta kannski ekki stórviðburður? En jú, hvernig sem maður reynir að sannfæra sig um að það sé ekkert merkilegt við þetta, þá gengur það bara aldrei upp. Allur heimurinn hefur áhuga, allt frá USA til Írans. Kannski kveikir fólk á perunni þegar Ísafjörður verður orðinn heimsfrægur vegna litlu heimildarmyndarinnar okkar. Sjáum til.
Á laugardag hélt menningarmálanefnd upp á 70 ára afmæli tengdaföður míns. Mjög skemmtilegt kvöld og hundruð manna létu sjá sig í hinu húsinu.
Við fjölskyldan mættum frekar snemma og okkur var sagt að það væru sæti fremst í salnum fyrir fjölskyldu afmælisbarnsins og helstu vini. Ég hlýt að hafa ofmetnast og hausinn fyllst einhverju brengluðu hugarfari um að ég teldist mögulega til merkilega fólksins þetta kvöld. Hvað er að gerast með mig. Auðvitað eiga fyrirmenn bæjarins að ganga fyrir fjölskyldumeðlimum. Vitlaus ég. Ég er auðvitað bara ekkert í lagi. En gott að maður er alltaf að læra og þegar sá æðsti benti mér kurteysislega á að það væri örugglega laust sæti aftast í salnum þá skyldi ég allt betur. Það er til merkilegt fólk og ég tilheyri því ekki. Það var gott að fá þetta svona beint í æð. Héðan í frá ætla ég ekkert að reyna að vera eitthvað merkileg. Ég sest bara alltaf aftast og verð sátt með það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
23.10.2007 | 14:30
Netperrar og annar sori.. Ég er hrædd..
Ég hef valið bloggvini vel og vandlega á síðuna mína og reyni að vera dugleg að kommenta hjá þeim og vonast til þess að þeir geri slíkt hið sama hjá mér.
Mér varð á að samþykkja einn bloggara um daginn, nafnlausan, sem ég hélt í fyrstu að þekkti mig því að hann skrifaði svoleiðis og ég veit að fleiri héldu það sama og samþykktu hann sem vin.
Fyrir nokkru síðan henti ég honum út af vinalistanum því að komment sem hann var að gefa voru svona frekar skrítin og oft vissi maður ekki alveg hvernig ætti að taka þeim. Líka erfitt að meta þegar maður veit ekki hver þetta er.
Ég var svo búin að gleyma þessu þegar ég fór inn á síðu hjá einum bloggvini og þessi óþekkti einstaklingur var þar búinn að kommenta frekar perralega að mínu mati. Þeir sem á eftir kommentuðu fannst þetta creepy og ekki eðlilegt. Ég benti viðkomandi vini á að henda honum út því það hefði ég og fleiri gert. Þá kommentar hann aftur og allri hanns illsku beint til mín eingöngu en ekki til hinna sem voru búnir að vera á sömu skoðun og ég.
Ég er með pínu hroll og ónot sem er frekar óþægilegt. Hvað finnst ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
22.10.2007 | 13:47
Vegna umræðunar síðustu daga.
Hver var Jesús
Þrjár sannanir fyrir því að Jesú var mexíkani:
- Hann hét Jesú
- Hann talaði tvö tungumál
- Hann hafði aldrei frið fyrir yfirvöldum
Sömuleiðis eru líkur á því að Jesú hafi verið svertingi:
- Hann kallaði alla "bræður sína"
- Hann var hrifinn af gospel
- Hann fékk aldrei sanngjarna málsmeðferð hjá yfirvöldum
En það gæti líka vel verið að hann hafi verið Gyðingur.
- Hann fetaði í fótspor föður síns
- Hann bjó heima þangað til að hann var 33 ára
- Hann notaði ólífuoliu.
Þrjár sannanir sem sýna sterklega að Jesú hefði vel getað verið ítalskur.
- Hann baðaði út höndunum þegar hann talaði
- Hann drakk vín með hverri máltíð
- Hann var viss um að mamma sín væri hrein mey og mamma hans var viss um að hann væri Guð
Þrír möguleikar sem sýna að hann hefði getað verið frá Kaliforníu.
- Hann lét aldrei klippa sig
- Hann gekk berfættur
- Hann lagði grunn að nýrri trú
Það er þó mjög líklegt að hann hafi verið Íri.
- Hann giftist aldrei
- Hann elskaði að vera úti í náttúrunni
- Hann var sífellt að segja sögur
EN.... það líklegasta er að Jesú hafi verið KONA.
- Hann var neyddur til að fæða fjölda manns án fyrirvara þótt ekki væri nokkur matur til !!!!!!
- Hann reyndi að láta rödd sína heyrast meðal fjölda karla sem ekki föttuðu baun.
- Þrátt fyrir að hann væri dáinn, varð hann að rísa upp aftur því það var meira sem hann átti eftir að gera !!!!!!!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.10.2007 | 10:13
Ég kann ekki að vera pólitíkus, ég hlusta á rök.
Ég er búin að vera í nokkurs konar rökræðum í vinnunni um búsetu á landinu. En ég er ekki frá því að ég sé örlítið pirruð. Yfirleitt hef ég gaman af svona rökræðum og ég hef að sjálfsögðu alltaf betur. Enda hvernig er annað hægt þegar maður er með Ísafirði.
En þessi aðili beitti fólskulegri pólitískri aðferð sem er þannig að hann kom með sínar glötuðu röksemdafærslur um hvað það væri ótrúlega fínt að búa í Reykjavík, þar væru svo góð laun og engar umferðarteppur (hann hafði aldrei nokkurntíman heyrt um þær) og á Akureyri byggi fólk sem þráði að kynnast utanbæjarfólki og bærinn væri fullur af lífi. Ég sat og hlustaði vel og vandlega án þess að grípa framm í. Svo hélt ég að ég mætti koma með mínar rökfærslur um að Ísafjörður væri æðislegastur og miklu betri en allt. Hvað gerðist þá? Hinn aðilinn lokaði gjörsamlega fyrir eyrum á sér og hundsaði algjörlega allt sem ég sagði. Hann hefði alveg eins getað haldið fyrir eyrun og sagt alalalalala......... Það komu samt móment þar sem hann greip eitt og eitt orð sem ég sagði. Þá venti hann því við og snéri því á hvolf og rangtúlkaði algjörlega.
Niðurstaða dagsins er sú að ég ætla ekki að vera pólitíkus þegar ég verð stór.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.10.2007 | 11:37
Reykjavík helvíti eða hvað?
Her manna og kvenna fór sem leið liggur til Reykjavíkur á föstudaginn á frumsýningu á kvikmyndinni Óbeisluð fegurð. Myndin var algjörlega stórkostleg og ég hlakka til að sjá hana aftur á Ísafirði.
Ímislegt sem fyrir augu bar:
Frægir sem við sáum: Jóa og Guggu (úr kompás), Trausta veðurfræðing, Þorstein Joð, Kvikyndastjörnurnar, Ásthildi, Kristínu, Línu, Maríu, Odd, Ödda, Matthildi, Eygló, Grétu, Gumma, Betu, Erling, Barða og Halldór.
Öðruvísi fólk og staðir: Afgreiðslustúlkurnar í 10-11 (íslenskar meira að segja) og þvílíkur hraði við afgreiðslu ......not....... Heimilislausi maðurinn á bekknum sem var að sníkja klink en fékk ekkert hjá okkur því að hann gat hvorki skipt fimmþúsund kalli né tekið kort. Dyraverðir pöbbana sem pössuðu alveg upp á að það gæti enginn reykt og drukkið í einu. Víkingasveitin sem passaði vel uppá að enginn pissaði úti. Hressó sem er örugglega með ólöglega smókaðstöðu og slaka trúbba sem kunnu ekki Húsið og ég og Ring of fæer. Celtic Cross sem átti fyrir okkur sæti þegar lappirnar voru næstum dottnar af okkur og voru með trúbba sem voru góðir en bara eitt kvöld. Maðurinn á djamminu sem var sá eini í sínum hóp sem kunni textann "Tár í tómi" þangað til hann mætti Gumma sem tók strax undir og maðurinn vildi taka hann með sér en við vildum ekki gefa hann eftir. Stóri feiti beri maðurinn uppi á annari hæð á Laugaveginum rétt hjá Helmmi sem hafði ekki haft fyrir því að draga fyrir áður en hann fór að stripplast um heima hjá sér. Og svo Talibanarnir á pizzustaðnum rétt hjá Hlemmi með þvílíkt snögga afgreiðslu og afgreiddu 16 tommu pizzu á innan við 10 mínútum og þeir töluðu líka íslensku.
Við fórum greinilega á réttu staðina því að allir þjónar og afgreiðslufólk sem við áttum samskipti við. kunni íslensku.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)