Færsluflokkur: Bloggar

Talandi um íslenskt mál

Ég hef ákveðið tileinka mér málshætti og orðtök og nota það óspart í bloggi mínu. Þið verðið svo að kommenta hvernig til tekst.

Í dag ákvað ég að fá mér göngutúr og af því að það var svo gott veður þá ákvað ég bara að slá tvær flugur í sama höfuðið og fara í lausláta peysu. Ég gekk framhjá flottasta húsinu í bænum. Fólkið sem býr þar á þvílíka millu, lifa eins og greifingjar og leika á alls eggi. Sumt fólk er svo loðið á milli lappanna að það er ótrúlegt. Ég vildi óska að ég væri dauð fluga á vegg hjá þeim.

Ég gekk áfram og þá sá ég allt í einu svo sætan strák að ég fór alveg fram hjá mér og vissi ekki í hvorn fótinn ég átti að setjast. Hann bara birtist þarna eins og skrattinn úr heiðskíru lofti og hvarf jafn harðan og ég sat eftir með súrt eplið.

 Ég ákvað þá að fara í miðbæinn til þess að sjá mig og sýna aðra vegna þess að betur sjá eyru en auga. Það voru nú ekki margir þar en ég gafst ekki upp því Róm var ekki reist á hverjum degi og ég fór á Langa Manga. Þar var verið að handfletta rjúpur sem átti svo að fylla með beinhreinsuðum vínberjum og melónum, en nú er einmitt fengitími þeirra. Eitthvað varð nú lítið úr þessum mat þegar til átti að taka og var þetta varla upp í köttinn á Nesi.

Allt í einu varð ég svo sunnan við mig og ákvað að fara heim til mín þar sem ég ríð rækjum. Þegar ég kom heim var ég svo þreytt að ég henti mér undir rúm. Ég ætlaði mér að sofna en varð bara andvana og þar stóð hundurinn í kúnni.

Núna er ég stein vakandi og er búin að kíkja á netið og hef komist að ýmsu.

Því lærin lengjast sem lifa.


Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt.......

Við erum heppin hér fyrir vestan. Hér er afgreiðslu og þjónustfólk almennt íslenskt. En maður heyrir hörmungar sögur úr borg óttans um að það sé varla möguleiki að fara inn í verslun eða veitingastað og nota ástkæra ylhýra.
Nú er ég á leiðinni í borgina ásamt fríðu föruneyti. Þurfum við virkilega að hafa með okkur túlk eða fara á námskeið áður en við förum?
Við munum væntanlega ekki verð hungurmorða í ferðinni því flest erum við með góðan forða en það er hluti af svona ferð að éta mikið og drekka ennþá meira og það væri frekar fúllt að geta ekki pantað sér það sem manni langar í.

Björtu hliðarnar:
Ef til vill munum við koma léttari til baka.
Það kemur sér vel þegar viktarklúbburinn hefst.
Við munum ekki eyða eins mikið af peningunum okkar utan heimabyggðar.

En ég ætla alla vega að borða vel áður en ég fer og hafa með mér nesti.


Villimaðurinn ég.........

Það er endalaust verið að andskotast í mér að smakka það ógirnilega fyrirbæri sem kallað er því orðskrípi "Hummus". Það eru einhverjir mánuðir síðan að maður fór að sjá þetta í krukkum í hillum verslanna. Ekki er hægt að segja að þetta hafi vakið bragðlaukana hjá manni því fyrirbærið er með afbrigðum ólystugt á að líta.

Þetta ku vera einhverskonar kæfa úr baunum en fólk má alls ekki vita það af einhverjum ástæðum. Mér var tjáð að þegar verið var að finna nafn á stöppuna atarna þá hóstaði, ræskti sig og snýtti sér maður í nágrenninu og aha..  þannig hafi nafnið "Hummus" orðið til, því útlitið að þessari kæfustöppu minnir óneitanlega mjög á svæsna kvefpest.

Vegna pressunar, að bragða á þessari kvefpest, þá ákvað ég að finna eitthvað á móti sem ég gæti notað til þess að þessir "vinir" hætti að skipta sér af því hvað ég borða. Og ég hef fundið það. dadarara......  Blóðgrautur nammi namm. Einhverjum finnst það kannski ólystugt en ég skal segja ykkur það að þetta er rosalega gott. Ég fór að gramsa í skúffum og skápum hjá mér í gærkvöldi og vitið menn, ég fann uppskriftina, namminamm...... 

Þá er bara fyrir villimanninn að ná sér í blóð og fara að kokka.

Ylfa og Matta ykkur er boðið Joyful

 


Fréttir af Gunnu mjóu

Gunna, sem við nánast jörðuðum á helginni, sendi okkur vinkonunum svohljóðandi SMS núna seinnipartinn:

Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir... í bili að minsta kosti!!! Aðgerðin gekk að óskum.

Hjúkkett!!!!


Gamlir glæpir..........

Það er búið að endurútgefa bókina Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson í kilju. Ég ætla að nota tækifærið og kaupa hana og lesa. Þetta er skáldsaga en byggð að sönnum atburðum sem gerðust á Sjöundá á Rauðasandi sautjánhundruð og eitthvað (súrkál).  Bjarni Bjarnason og Guðrún Egilsdóttir bjuggu á hálfri jörðinni og Jón Þorgrímsson og Steinunn Sveinsdóttir á móti þeim.

Jón hvarf sporlaust og var talið að hann hefði hrapað fyrir björg, en þegar Guðrún andaðist snögglega, tveimur mánuðum seinna, komst sá kvittur á kreik að dauðsföllin hefðu vart verið eðlileg. Ennfremur gekk sú saga um sveitina að þau Bjarni og Steinunn væru farin að draga sig saman.

Hreppstjóranum var falið að rannsaka málið og skömmu síðar, fannst lík Jóns og voru á því áverkar sem virtust af mannavöldum. Við réttarhöldin játuðu Steinunn og Bjarni á sig að hafa myrt maka sína. Voru málsatvik þau að Bjarni drap Jón með staf og vissi Steinunn af því, en Guðrúnu fyrirkomu þau í sameiningu.

Jón Þorgrímsson og Steinunn Sveinsdóttir eru forfeður mínir og Steinunn "morðingi" var langalangamma langalangömmu minnar.  - Mjög stolt af því Halo

Alla vega ætla ég loksins að láta verða af því að lesa þessa sögu forfeðrana. 


Skúbb....

Nýr fréttavefur væntanlegur, dudururu........ Ekkert meira gefið upp Smile

Þá getur maður kannski farið að lesa fréttir aftur, ekki þetta kjaftæði á bb.is

Annars síðasta kvöldmáltiðin var á síðustu helgi og niðurstaða helgarinnar varð að Gummi og Matta gripu mig og afmælisbarnið nakin. Gunna var jörðuð. Hjördís og Addi fóru í ákveðið bindindi. Gréta rústaði í megrunarkeppni sumarsins. Og ég hélt áfram að éta á sunnudaginn.


Mikilvægt að bæjarstjórnir standi saman.....

Þessi orð eru höfð eftir bæjarstjóra okkar á bb.is rétt áður en hann drullaði yfir minnihlutann.

Þetta var of gott til þess að vera satt að hann ætlaði að stöðva þessa heimskulegu umræðu.  Síðustu dagar hafa snúist um kolefniskvóta og öll mál sem skipta máli hafa geymst.

Ég nenni ekki að lesa bb.is fyrr en kolefniskvótaumræðan hefur stöðvast.


Hættmeððér..........

Crying snökkt...snökkt....

Hróaldskelda, eini vinabærinn sem skiptir máli, er hættur með okkur.

Hvernig má svona lagað gerast? 

Mest kúl vinabær norðurlanda, þekktur fyrir flottustu rokkhátíð heimsins segir okkur bara upp eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Pufff.......Angry  Já Hróaldskelda getur bara átt sig.    Fyrir mér verður aldrei fór ég suður héðan í frá flottasta rokkhátíð heimsins og Mýrarboltavellirnir betra tjaldstæði en tjaldstæðin í þessium drullubæ.  ...........og hahanú......

 

Ps. Hver gefur okkur nú Jólahríslu?? Woundering

 


Blogg þrjú í ágúst

Ég var að taka til í póstinum á heimilinu sem hafði hlaðist upp allan mánuðinn. Yngri sonur minn hafði fengið ávísun frá skattinum þar sem honum hafði ljáðst að gefa upp reikningsnúmer til að leggja inn á við skil á skattaskýrslu.

Það fylgdi svolítið skondið bréf með ávísuninni sem hann getur fyllt út og skilað til viðskiptabankans síns. Beiðni til Banka/Sparisjóða um ráðstöfun greiðslna

Ég undirrituð/aður óska eftir að:

() Greiðslur frá Ríkisféhirði

() Greiðsla orlofsfjár

() Verði lagt inn á:

    () Tékkareikning minn númer_______________

    () Sparisjóðsbók mína númer_______________

    () Sparisjóðsreikning minn númer___________ 

     () Verði EKKI lagt inn á reikning minn

Haha.... Snilld..... exa við þetta síðasta og skila inn.


Blogg 2 í ágúst...

Haha........ mjög fyndin frétt í BB í gær þar sem segir að olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum sé stórhættuleg fyrir Reykjavík og muni sökkva henni í djúpið. 

http://www.bb.is/?PageID=26&NewsID=104494

Mér fannst þetta mjög fyndið og grei kallinn hann Árni Finnsson er látin líta út eins og hálviti. Ég vona alla vega, hans vegna, að hann hafi ekki sagt þetta. 

Nei, nei við björgum Reykjavík!!!!!

Og látum bara byggja þessa olíuhreinsunarstöð í Danmörku eða Kína . Devil


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband