RUV á sunnudag - EKKI missa af þessu.

Keyptu kók og poppaðu - Klíndu þér í sófann og allt í botn

því að sjónvarpið sýnir snilldar myndina: 

Óbeisluð fegurð

 Á sunnudag 18.11.2007 kl. 21.20

Óbeisluð fegurð gerist í stórbrotnu og eyðilegu landslagi Vestfjarða.

Kvikmyndin segir frá óvenjulegri fegurðarsamkeppni sem fram fór í samkomuhúsinu í Hnífsdal og vakti mikla athygli, ekki síst á erlendum vettvangi.

Reglurnar voru einfaldar: Keppendur máttu vera af báðum kynjum en urðu að vera komnir af barnsaldri og vera sem upprunalegastir. Þeir máttu ekki hafa farið í hárígræðslur, brjóstastækkanir eða svokallaðar fegrunarlýtaaðgerðir.

Sömuleiðis voru þeir útilokaðir frá keppni sem sótt höfðu ljósaböð í miklum mæli. Keppendur þurftu ekki að grenna sig eða þyngja og það taldist til tekna ef keppendur höfðu hrukkur, slit, aukakíló, skalla eða voru komnir við aldur.

Þessi líflegi, andófskenndi og bráðfyndni viðburður vakti fólkið í þessu litla þorpi sem og víðar til umhugsunar um fegurðarstaðla samtíðarinnar sem að sögn skipuleggenda eru gengnir langt út fyrir allan þjófabálk.

Höfundar myndarinnar er Tina Naccache og Hrafnhildur Gunnarsdóttir sem gerðu hina áhrifamiklu mynd Lifandi í Limbó sem Sjónvarpið sýndi í sumar.

Framleiðendur eru Krumma Film og bintlouisa films.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Búin að stilla vekjaraklukkuna. Og setja mömmu í stellinguna... allir að horfa. Snilld.

hin amman (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 00:04

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ég ætla að horfa aftur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2007 kl. 12:14

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Þá hefði ég líklega ekki mátt vera með. Ég fer oft í ljós. En bara í tíu mínútur í einu til að meika skammdegið.....

Horfi

Ylfa Mist Helgadóttir, 18.11.2007 kl. 20:08

4 identicon

Hún var yndisleg í annað skiptið ennþá... Frábær. Til lukku enn og aftur.

hin amman (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband