Að vera eða vera ekki blankur

Sumir lifa flott og hafa efni á því.

Sumir lifa flott en um efni fram.

Sumir lifa naumt en hafa vel efni á að hafa það flott.

Sumir lifa eins og efnin leifa og verða þess vegna að velja og hafna.

Ég lenti í að fyrirtæki sem ég átti hlut í varð gjaldþrota fyrir 2 árum. Eftir mikið japl, jaml og fuður, þar sem  bankastjóri nokkur í þessum bæ vildi ekkert með mig hafa og rak mig eiginlega úr viðskiptum, sat ég uppi með nokkuð margar millur í skuld og þurfti að endurskipuleggja fjármálin. Annar bankastjóri (sem ber nafn sem gefur til kynna að hann sé skítblankur) tók mig upp á arma sína og gerði eins vel við mig eins og hann mögulega gat.

Ég þurfti að læra að lifa sparlega og horfa í hverja krónu. Leiðinlegt en nauðsynlegt, sérstaklega á meðan það versta gekk yfir. Ég var ekki með fulla vinnu fyr en í maí í vor og þetta var stundum erfitt. En núna á síðustu mánaðarmótum greiddi ég ALLA reikninga inn á heimabankanum, meira að segja voru nokkrir þeirra "faldir" og átti bara dágóða summu eftir.

Ég er þó ákveðin í því að halda áfram að passa upp á peningana mína og halda þeim takmörkunum sem ég var búin að setja mér. Til dæmis voru tónleikar með Mugison í gær og mig dauðlangaði að sjálfsögðu en það kostaði tvö þúsund kall inn og mitt setta hámark á tónleika er 1500 kall, þannig að ég sleppti þeim.

Maður verður að standa við sín plön og forðast undanþágur og hver veit nema að maður nái að safna fyrir utanlandsferð eða einhverju skemmtilegu. Hvort sem einhver trúir því, þá ég hef aldrei stigið fæti mínum af mínu ástkæra ylhýra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Dáist að fólki sem lætur sig hafa það og eyðir bara þeim pening sem það á. Enda miklu betri tilfinning að halda á peningnum og spá í hvað eigi að gera við hann. Maður hefur verið báðu megin.
Kreditkort geta verið verkfæri djöfulsins

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 7.11.2007 kl. 16:25

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ég trúi þér Eygló, að þú hafir aldrei stigið út fyrir landsteinana, ekki af því að þú sért ekki heimsborgaraleg heldur bara vegna þess að það er fullt af fólki sem aldrei hefur farið erlendis.......

En ég trúi því EKKI að einhver greiði ALLA reikningana í heimabankanum sínum án þess að heita Jóhannes, Björgólfur eða Vilhelm......

Sorry, en nú ertu að fara með fleipur.... 

Ylfa Mist Helgadóttir, 7.11.2007 kl. 17:17

3 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Ég hef ekki farið oft til útlanda. Enda er ég frekar heimakær. Það nægði mér að komast í 4 daga til Köben. Rölta um og drekka bjór. Ekki væri verra að prufa að spila á Strikinu. Ég vil hafa umhverfið frekar svipað og maður þekkir. Þoli ekki mikinn hita eða ókunnar pöddur og skrýtna lykt.
Einu sinni dró maður alltaf að borga símreikninginn hehe. En núna er hann dreginn af laununum mínum.
Eftir það var það alltaf rafmagnsreikningurinn. Það var út af því að hann birtist aldrei í heimabankanum. Maður fékk alltaf gamaldags gíróseðil eða eitthvað álíka. En nú er öldin önnur.

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 7.11.2007 kl. 20:56

4 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ef það er eitthvað sem ég á skítnóg af, þá eru það peningar.  Hitt er svo annað hvernig kona skilgreinir skítnóg.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 7.11.2007 kl. 22:47

5 identicon

Dugnaðarforkur ertu kona! Vildi hafa staðfestu þína í peningamálum. Mitt mottó til margra ára var ; aldrei borga neitt í dag sem þú getur geymt til morguns. Hætti því þegar frímerkjakostnaður lögfræðinga fór yfir 10 þús. kallinn.

Keep up the good work.

amman (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 00:14

6 Smámynd: Marta

Úff ekki er ég svona dugleg í mínum peningamálum. Hér eftir mun ég hugsa áður en ég eyði peningunum mínum í eitthvað: ,,Hvað myndi Gló gera?" :)

Marta, 8.11.2007 kl. 00:24

7 Smámynd: Gló Magnaða

Ylfa, ég er ekki ljúgari. þetta er alveg satt. Eru margir sem ekki hafa farið til útlanda? Ég veit ekki um neinn annan.

Denni, við eigum þá sameiginlegt þetta með hitann.  Mín versta tilfinning er of mikill hiti og ég hef oft sagt að ég sé fædd á réttum stað.

Gló Magnaða, 8.11.2007 kl. 10:36

8 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

held ég hafi verið rauðhærður í fyrra lífi

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 8.11.2007 kl. 15:49

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott ertu stelpa.  Og auðvitað kemstu fljótlega til útlanda 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2007 kl. 20:44

10 Smámynd: Linda Pé

ég er oft á "peninga-bömmer", sérstaklega fyrir mánaðamót.

En svo hugsar maður "hvað er ég að bömmerast yfir?? Ég á föt, ég á þak yfir höfuðið og get keypt mat fyrir mig og mína, og allir við góða heilsu!"

Þetta reddast alltaf!

Linda Pé, 13.11.2007 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband