29.10.2007 | 13:00
Vertu aftast !!
Helgin að baki og ég er þreytt.
Við frumsýndum óbeisluðu myndina okkar á föstudag og allt fólkið sem mætti skemmti sér konunglega. Við vorum með alvöru frumsýningarteiti á eftir og litla uppákomu þar sem afhentir voru tveir viðeigandi titlar.
Ég var svolítið undrandi að það skyldi ekki vera fullt bíóið og það vakti sérstaka athygli mína að stjórnendur bæjarins létu sig vanta, ég meina ég er svo vitlaus að ég hélt að þetta fólk mæti á alla stóra viðburði sem haldnir eru í þessum bæ. Maður fer að hugsa, er þetta kannski ekki stórviðburður? En jú, hvernig sem maður reynir að sannfæra sig um að það sé ekkert merkilegt við þetta, þá gengur það bara aldrei upp. Allur heimurinn hefur áhuga, allt frá USA til Írans. Kannski kveikir fólk á perunni þegar Ísafjörður verður orðinn heimsfrægur vegna litlu heimildarmyndarinnar okkar. Sjáum til.
Á laugardag hélt menningarmálanefnd upp á 70 ára afmæli tengdaföður míns. Mjög skemmtilegt kvöld og hundruð manna létu sjá sig í hinu húsinu.
Við fjölskyldan mættum frekar snemma og okkur var sagt að það væru sæti fremst í salnum fyrir fjölskyldu afmælisbarnsins og helstu vini. Ég hlýt að hafa ofmetnast og hausinn fyllst einhverju brengluðu hugarfari um að ég teldist mögulega til merkilega fólksins þetta kvöld. Hvað er að gerast með mig. Auðvitað eiga fyrirmenn bæjarins að ganga fyrir fjölskyldumeðlimum. Vitlaus ég. Ég er auðvitað bara ekkert í lagi. En gott að maður er alltaf að læra og þegar sá æðsti benti mér kurteysislega á að það væri örugglega laust sæti aftast í salnum þá skyldi ég allt betur. Það er til merkilegt fólk og ég tilheyri því ekki. Það var gott að fá þetta svona beint í æð. Héðan í frá ætla ég ekkert að reyna að vera eitthvað merkileg. Ég sest bara alltaf aftast og verð sátt með það.
Athugasemdir
Já Jóna ég sá þig í bíó. Þú hefur alltaf verið meðvituð um þitt samfélag.
Gló Magnaða, 29.10.2007 kl. 13:39
Kannski hefðum við átt að bjóða bæjarstjórninni sérstaklega. Taka frá sæti fyrir þau á fremsta bekk og panta ljósmyndara. Við höfum sjálfsagt ekki fylgt viðteknum venjum í samskiptum við stjórnendur bæjarins, verið of óbeisluð. Annars var ég svo upptekin af verkefninu sjálfu að ég tók ekki eftir því að það var einungis einn bæjarfulltrúi á staðnum.
Hitt er svo hvort það skiptir einhverju máli. Mér finnst það engu máli skipta hvort þau mættu. Fólk kemur á þá viðburði sem þeim finnst nógu áhugaverðir til að vinna gegn aflinu sem heldur því í sófanum heima. Við þekkjum það öll. Þeim sem mættu þakka ég fyrir stuðninginn við Sólstafi.
Skrítið hvað kurteisi virðist vera á undanhaldi í mannlegum samskiptum þó hún sé ókeypis. Ég á bara varla orð yfir því að þér hafi verið vísað frá.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 29.10.2007 kl. 14:09
Nei það skiptir engu máli hvort þau mættu það er alveg satt.
Þá hefði ég örugglega þurft að sitja aftast.
Gló Magnaða, 29.10.2007 kl. 15:20
Jamm ég tók eftir því að þau röðuðu sér fremst, þessar elskur. Enda miklu merkilegri en við hin. Og ættingjar hvað ?? var ekki nóg að aðalgesturinn og frúin fengju að sitja fremst ?
Nei ég segi nú bara heldur vil ég deila aftasta sætinu með góðu fólki. Þar sem hjartað slær rétt þar er gott að vera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2007 kl. 16:59
Vá, það var svo ótrúlega gaman að sjá þessa mynd! En ég var einmitt að spá í þetta.. Það hefði átt að vera fullur salur...
Marta, 30.10.2007 kl. 03:11
Þegar þú talar um sá æðsti...ertu að meina æðstistrumpur?
ég reyni oftast að nota frasann "veistu ekki hver ég er?" virkar sjaldnast....furðulegt.
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 30.10.2007 kl. 16:03
já... myndin var frábær. Við mamma fórum skælbrosandi út
já, ég tók eftir þessu þegar þið komuð á afmæishátíðina... það var soldið asnalegt að þetta hafi farið svona!
takk aftur fyrir samvinnuna á Drekktu Betur
langt síðan ég hef átt 24 bjóra
hehe
Linda Pé, 31.10.2007 kl. 12:22
Eygló. Þú tranar þér alltaf of mikið fram! Hefur ætíð loðað við þig! Þú verður alltaf aftast í sítt að neðan!
Ylfa Mist Helgadóttir, 2.11.2007 kl. 13:14
Þú ert svo mikill baktjaldamakkari!
Hjördís Þráinsdóttir, 4.11.2007 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.