Gamlir glæpir..........

Það er búið að endurútgefa bókina Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson í kilju. Ég ætla að nota tækifærið og kaupa hana og lesa. Þetta er skáldsaga en byggð að sönnum atburðum sem gerðust á Sjöundá á Rauðasandi sautjánhundruð og eitthvað (súrkál).  Bjarni Bjarnason og Guðrún Egilsdóttir bjuggu á hálfri jörðinni og Jón Þorgrímsson og Steinunn Sveinsdóttir á móti þeim.

Jón hvarf sporlaust og var talið að hann hefði hrapað fyrir björg, en þegar Guðrún andaðist snögglega, tveimur mánuðum seinna, komst sá kvittur á kreik að dauðsföllin hefðu vart verið eðlileg. Ennfremur gekk sú saga um sveitina að þau Bjarni og Steinunn væru farin að draga sig saman.

Hreppstjóranum var falið að rannsaka málið og skömmu síðar, fannst lík Jóns og voru á því áverkar sem virtust af mannavöldum. Við réttarhöldin játuðu Steinunn og Bjarni á sig að hafa myrt maka sína. Voru málsatvik þau að Bjarni drap Jón með staf og vissi Steinunn af því, en Guðrúnu fyrirkomu þau í sameiningu.

Jón Þorgrímsson og Steinunn Sveinsdóttir eru forfeður mínir og Steinunn "morðingi" var langalangamma langalangömmu minnar.  - Mjög stolt af því Halo

Alla vega ætla ég loksins að láta verða af því að lesa þessa sögu forfeðrana. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Þessa bók las ég fyrir nokkru síðan og hafði gaman að. Ég veit því allt um morðingjann hana langalangalangalangalangaömmu þinnar! Hún var haldin mikilli hummusáráttu og angaði þvi ævinlega af hvítlauk. Af þeim sökum þótti hún líkleg til saka og var þess vegna á endanum sakfelld.

Ylfa Mist Helgadóttir, 19.9.2007 kl. 17:35

2 identicon

Alveg vissi ég þetta !

En er þá barnabarnið mitt komið af þessum ástsjúka morðingja , langalangalangalangalangaömmu þinni ?

Á maður nokkuð að vera hræddur ?

amma (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 19:18

3 Smámynd: Gló Magnaða

Ylfa, nú veit ég af hverju hún dó úr eymd áður en þeir náðu að taka hana af lífi. Þetta Hummus ógeð er stórhættulegt og drepur fólk.

Amma engar áhyggjur, rólega fólkið í minni fjölskyldu er komið af þessari konu og mér sýnist drengurinn ekki vera með neitt af þeim genum í sér.

Gló Magnaða, 20.9.2007 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband