Fyrirtækjakariókí

Karióki keppni fyrirtækja verður haldin á Langanum Manga á morgun (föstudag). Nú verða allir að halda undankeppni í vinnunni sinni og mæta með fulltrúann kl. 22:00.

Ég er ótrúlega heppin vegna þess að ég vinn á tveimur litlum vinnustöðum svo að líkurnar eru um það bil 2 á móti 7 að ég keppi Cool Ég er að vísu að fara á jólahlaðborð (chistmaslodedtable) þannig að það fer líka eftir því hvernig gengur að hlaða í sig, hvort maður mæti tímanlega. Ótrúleg spenna.

Svo er ýmislegt sem þarf að athuga. Það þarf að finna viðeigandi lag, sýna útgeislun, túlkun og nota sviðið. Úff... þetta verður erfitt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú verður ekki í vandræðum með þetta smotterí sem þú taldir upp Gló mín.  Gangi þér vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2007 kl. 13:18

2 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Í Snerpu var mikill þrýstingur að senda einhvern en nördarnir þykjast allir vera laglausir og ég syng ekki nema undir vissum kringumstæðum.  Jóla hvað?

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 30.11.2007 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband