29.11.2007 | 18:12
Fyrirtækjakariókí
Karióki keppni fyrirtækja verður haldin á Langanum Manga á morgun (föstudag). Nú verða allir að halda undankeppni í vinnunni sinni og mæta með fulltrúann kl. 22:00.
Ég er ótrúlega heppin vegna þess að ég vinn á tveimur litlum vinnustöðum svo að líkurnar eru um það bil 2 á móti 7 að ég keppi Ég er að vísu að fara á jólahlaðborð (chistmaslodedtable) þannig að það fer líka eftir því hvernig gengur að hlaða í sig, hvort maður mæti tímanlega. Ótrúleg spenna.
Svo er ýmislegt sem þarf að athuga. Það þarf að finna viðeigandi lag, sýna útgeislun, túlkun og nota sviðið. Úff... þetta verður erfitt.
Athugasemdir
Þú verður ekki í vandræðum með þetta smotterí sem þú taldir upp Gló mín. Gangi þér vel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2007 kl. 13:18
Í Snerpu var mikill þrýstingur að senda einhvern en nördarnir þykjast allir vera laglausir og ég syng ekki nema undir vissum kringumstæðum. Jóla hvað?
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 30.11.2007 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.