21.11.2007 | 14:42
Fóbíur
Ég fann á netinu lista yfir fjöldan allan af fóbíum. Fóbíur er einhverskonar hræðslu/óþæginda fyrirbæri og þær hafa flestar eitthvað latneskt heiti eins og:
Arachnophobia- Hræðsla við köngulær
Demophobia- Hræðsla við mannfjölda.
Aviatophobia- Hræsla við að fljúga
Hypsiphobia- Hræðsla við hæð
Ég kíkti yfir listann og fór að spá í hvort mögulega væri einhver fóbía sem gæti átt við mig.
Bathmophobia- Hræðsla við stiga eða brattar brekkur. Já... mér er meinilla við að fara upp í stiga eða upp á stól en brött brekka á ekki við.
Thermophobia- Hræðsla við hita. Neeei..... ekki hræðsla kannski en mér líður mjög illa í hita.
Fann ekkert fleira á þessum lista sem á við mig. Get samt talið upp eins konar fóbíur t.d. allt sem blokkar eyrun eins og húfa, teppi eða sæng. Stóru, flottu eyrun mín verða að vera frjáls og ekkert má hylja þau. Þessi fóbía getur komið sér illa í snjóbyl og kulda. Svo er það augun. Ekkert oddhvast má beinast að augunum þá svíður mig í augun. Ég á t.d. mjög erfitt með að prjóna á fjóra prjóna af því að það eru oddar útum allt.
Nokkrar fyndnar fóbíur af þessum lista:
Acousticophobia- Hræðsla við hávaða. - Datt bara einn ákveðinn í hug
Bogyphobia- Hræsla við Grýlu og Leppalúða. - What!!!!
Arachibutyrophobia- Hræðsla við að hnetusmjör festist í efri gómnum. hmmm....
Defecaloesiophobia- Hræðsla við sársaukafullar innyfla hreyfingar. - ???? Ok.....
Autodysomophobia-Hræsla við þann sem lyktar andstyggilega. andstyggilega??
Phagophobia- Hræðsla við að borða eða verða borðaður. Svolítið ólíkt en.......OK
Dextrophobia- Hræðsla við hluti hægra megin við þig. hmm.... vertu aftast!!
Hedonophobia- Hræðsla við að líða vel. Döööö.... frekar langsótt.
Hippopotomonstrosesquippedaliophobia- Hræðsla við löng orð. hahahah...
Svo að lokum - Getraun - Hvað er Mono-phobia? Bjór í verðlaun
Athugasemdir
mono-phopia...er það ekki bara hræðsla við mono upptökur:S
Ísak Pálmason, 21.11.2007 kl. 14:58
Mono-phobia gæti verið hræðsla við að missa heyrn á öðru eyra.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 21.11.2007 kl. 15:24
Hæ Gló :):)
Mono phobia er hræðsla við einveru, einnig hræðsla við tilhugsunina að vera einn og öryggislaus.
hvernig bjór fæ ég :):)
Tinna Ó (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 15:40
sammála Tinnu. Hræðsla við einveru. Og þá er sterio phobia líklega hræðsla við ..
hin amman (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 20:21
....fjölmenni, Amma.
Ertu búin að vera að "dúlla"þér við þetta Gló mín????
ég er með Glo-phobia... híhí
Ylfa Mist Helgadóttir, 22.11.2007 kl. 00:15
Drullu fljótlegt Ylfa.... ég kann nefnilega á copy/paist
Rétta svarið er komið. Tinna hefur farið að gúgla. Mér finnst samt að einverufóbían eigi að heita Solo-phobia. Tinna fær bjór.
Nú vil ég fá að heyra um skrýtnar fóbíur sem fólk er með.
Gló Magnaða, 22.11.2007 kl. 08:46
hahaha :):)
var búin að læra þetta í skólanum einhverntímann en gúglaði til að vera sjor á að fá bjór :):) ætlaði ekki að klúðra bjór útá svona klikk
Tinna (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 16:40
Þetta eru nú meiri fóbíurnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2007 kl. 21:58
Ég er með fóbíu fyrir sturtugólfum í sundlaugum.
Marta, 25.11.2007 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.