23.10.2007 | 14:30
Netperrar og annar sori.. Ég er hrædd..
Ég hef valið bloggvini vel og vandlega á síðuna mína og reyni að vera dugleg að kommenta hjá þeim og vonast til þess að þeir geri slíkt hið sama hjá mér.
Mér varð á að samþykkja einn bloggara um daginn, nafnlausan, sem ég hélt í fyrstu að þekkti mig því að hann skrifaði svoleiðis og ég veit að fleiri héldu það sama og samþykktu hann sem vin.
Fyrir nokkru síðan henti ég honum út af vinalistanum því að komment sem hann var að gefa voru svona frekar skrítin og oft vissi maður ekki alveg hvernig ætti að taka þeim. Líka erfitt að meta þegar maður veit ekki hver þetta er.
Ég var svo búin að gleyma þessu þegar ég fór inn á síðu hjá einum bloggvini og þessi óþekkti einstaklingur var þar búinn að kommenta frekar perralega að mínu mati. Þeir sem á eftir kommentuðu fannst þetta creepy og ekki eðlilegt. Ég benti viðkomandi vini á að henda honum út því það hefði ég og fleiri gert. Þá kommentar hann aftur og allri hanns illsku beint til mín eingöngu en ekki til hinna sem voru búnir að vera á sömu skoðun og ég.
Ég er með pínu hroll og ónot sem er frekar óþægilegt. Hvað finnst ykkur
Athugasemdir
Sæl Gló. Ég get nú ekki setið undir þessum aðdróttunum. Þú hefur gert athugasemdir út af 3-4 færslum hjá mér á öðrum síðum. Ef ég mundi hvar það væri þá hefði ég copy/pasteað það hingað. Þú segir að færslan mín hafi verið perraleg og tekið undir með hinum að hún væri creepy. Ef þú lest bloggið hennar Mörtu og commentin þá sérðu að það er verið að "setja út á" að ég sé yfirleitt fyrstur að commenta. Ekki því færslan mín sé eitthvað creepy. Hvað er svona creepy/perralegt við þessa færslu (miðað við að verið er að tala um þáttinn "how to look good naked")
"Ástæðan er sú að konur eru með mjög fallegan líkama hvernig sem hann er. Aftur á móti eru karlmenn ekkert sérstaklega heillandi ef þeir eru í yfirþyngd, kannski með stór brjóst og lafandi bumbu svo stóra að þeir sjá ekki í typpið. Ég get ekki ímyndað mér að það væri markaðshópur fyrir það sjónvarpsefni. Konur selja hvernig sem þær eru, það er bara staðreynd."
Ef þú sérð eitthvað sem er perralegt við þessa færslu þá biðst ég afsökunar á því en Mörtu hefur greinilega ekki fundist neitt athugavert við þetta þar sem ekki er búið að eyða henni. Þú segir "Þá kommentar hann aftur og allri hanns illsku beint til mín eingöngu en ekki til hinna sem voru búnir að vera á sömu skoðun og ég." Það var enginn búinn að vera á sömu skoðun og þú, það sem fór fyrir brjóstið á fólkinu var að ég skyldi skrifa undir nafnleynd. Hvaða illsku ertu að tala um, ég benti kurteisilega á þá staðreynd að ég hef ekki mátt commenta á öðrum síðum og þá komst þú og settir út á það. Þú hefur greinilega ekki séð mig reiðan!
Það að blogga undir nafnleysi er hlutur sem þeir hjá mbl.is bjóða upp á og er hverjum og einum að notfæra sér. Eins og ég skrifaði hjá Mörtu þá er ekki eins og þú getur horfið inn í fjöldann í þessum bæ, ég "þekki" all flest þetta fólk sem er á "vinalistanum" hjá mér og hef áhuga á að lesa þær færslur. Það að blogga er fyrir alla að lesa, það er ekki eins og þetta sé eitthvað prívat og persónulegt. Fólk sem vill ekki að utanaðkomandi lesi sínar færslur geta einfaldlega læst síðunni sinni eins og Ellý gerði á sínum tíma.
"Bloggvinur" hef ég talið að væri einstaklingur sem "þú" hefur áhuga á að lesa nýjustu færslur um, ekki endilega einhver sem þú þekkir persónulega. Ég HAFÐI áhuga á því sem þú skrifaðir þar til nú, mér hreinlega blöskrar. Það var gott að þú skyldir fjarlægja mig úr "vinalistanum".
Það að gefa í skyn að ég sé netperri eða eitthvað þvíumlíkt eru þvílíkar ærumeiðingar að það hálfa væri nóg.p.s. ég vona að þú sjáir þér fært að eyða ekki þessari athugasemd þar sem mér finnst að ég eigi rétt á því að svara fyrir mig.
Fulltrúi fólksins, 23.10.2007 kl. 15:50
Ég held að fulltrúi fólksins skilji ekki alveg af hverju okkur finnst komment hans óþægileg. Flest af því sem hann skrifar er frekar meinlaust en stundum skrifar hann komment sem hljóma eins og hann þekki viðkomandi vel. Nú hefur hann viðurkennt að þekkja eða kannast vel við marga hér og þeir eru þá í þeirri stöðu að vera að skiptast á skoðunum við einhvern sem þeir vita að þeir þekkja eða kannast við án þess að vita hver það er.
Nú vil ég skora á fulltrúa að setja sig í spor þessa fólks þá skilur hann kannski betur þennan pirring. Ef það er réttur fulltrúa fólksins að koma fram undir nafnleynd er það líka réttur annarra að segja að þeim finnist það óþægilegt.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 23.10.2007 kl. 17:21
Úff, ég ætlað ekki að beina neinni illsku á þig og biðst afsökunar þessu. :S Finnst þetta leiðinlegt mál, gagnvart öllum.
Marta, 23.10.2007 kl. 18:27
Marta mín þú gerðir ekki neitt og þarft ekkert að afsaka neitt. Ég hef áhyggjur af þér ef þú ert kominn með einhvern stalker.
Ég sé að sá nafnlausi hefur séð ástæðu að kommenta hér. Ég er greinilega búin að eyðileggja mannorð hans...... Dö.......
Ég vil minna þann nafnlausa á hvað það var sem ég gerði athugasemdir við á hans síðu. Það var SMS málið fræga sem þeim nafnlausa fannst greinilega í lagi en MÉR FANNST ekki.
MÉR FINNST nú frekar perralegt þegar nafnlaus maður sem vill ekki þekkjast talar um brjóst, bumbur og typpi. hmmm.....
Ef sá nafnlausi er of mikil gunga til þess að blogga nema nafnlaust þá FINNST MÉR að sá nafnlausi eigi að halda sig við sína síðu og þá getur fólk ákveðið hvort að það vilji hafa samskipti við þann nafnlausa eða ekki. Flestu venjulegu fólki finnst virkilega óþægilegt þegar það fær nærgöngul nafnlaus komment.
Ég eyddi þeim nafnlausa af vinalista af því að MÉR FANNST hann vera orðinn of nærgöngull og vita of mikið um mig og ég ekkert um hann. Óþægilegt.
Sá nafnlausi tók til sín fyrirsögn bloggfærslunar um netperra. Hann verður að eiga það við sig. Ekki veit ég það.
Ég velti fyrir mér hvernig er hægt að ærumeiða einhvern sem maður veit ekki hver er? hmmm.... Maður spyr sig.
PS. Ég vil svo biðja þann nafnlausa um að sleppa því að kommenta á mitt blogg. Nema hann láti mig vita hver hann sé þá get ég endurskoðað það.
Gló Magnaða, 24.10.2007 kl. 10:58
Ég er ekki að tala um það sem þú commentaðir á minni síðu, það er ekkert mál fyrir mig að fletta því upp. Ég er að tala um þar sem þú hefur commentað strax á eftir mér á öðrum síðum. Þetta sms mál kemur málinu ekkert við. Ég fann t.d. eitt comment á þessari síðu sem á að vera creepy. Getur þú bent mér á hvað er creepy við þetta comment?
Það er orðið slæmt þjóðfélagið í dag ef ekki er hægt að tala bumbur, brjóst og kynfæri opinskátt án þess að fólk fari hjá sér.
Þú segir að að ég hafi tekið fyrirsögnina til mín, að ég verði að eiga það við mig að vera kallaður netperri. Hvernig fyndist þér ef ég skrifaði bloggfærslu, fyrirsögnin væri "Dópistar og alkar" og innihaldið væri um þig og þín skrif, ekkert tengt fyrirsögninni. Svo mundir þú commenta á síðuna og segja að þér fyndist þetta í lagi og svarið mitt væri: Gló tók til sín fyrirsögn um dópista og alka, hún verður að eiga það við sig. Ekki veit ég það.
Ég hef enga löngun til að kvitta á bloggið þitt en þegar verið er að ráðast á mig með svona skrifum þá á maður rétt á að svara fyrir sig.
Fulltrúi fólksins, 24.10.2007 kl. 13:07
Halló ! Hvað er að ? Hvernig væri bara að orpna sig og skrifa út um málin ? Allir þroskaðir einstaklingar sem ætla að taka þátt í umræðum og þá einnig geta skrifað eða svarað á blogg annarra ættu að sína þann þroska og skrifa undir nafni eða láta það eiga sig. Mér var kennt á unga aldri að maður yrði að standa fyrir því sem maður segði og gerði eða láta það eiga sig. Þetta er að mínu mati gott vegar nesti og hafa ber í huga.
Greta Skúla (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 13:23
Hver bauð þér??
Ef þú hættir ekki að ofsækja mig þá læt ég hafa upp á þér í netheimum.
Vertu úti!!
Gló Magnaða, 24.10.2007 kl. 13:24
Hehe, þið eruð öll lúðar. Finnst þetta bara fyndið.
Geiri.is (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 15:22
Hahahaha.......... Þetta er alveg rétt hjá þér Geiri.is
Gló Magnaða, 25.10.2007 kl. 08:35
Bíddu, ha? Ég sé ekki það sem kallast getur perralegt í kommentum hjá Fulltrúanum. Af hverju eruð þið svona leiðinleg við hann?
Haukur (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 13:36
Eiga ekki öll dýrin í skóginum að vera vinir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2007 kl. 15:22
Haukur, hann vill ekki þekkjast og þá eru miklar líkur á að hann hafi eitthvað að fela. Duduru...... Komment sem er eðlilegt ef þú þekkir viðkomandi getur líka verið perralegt ef þú veist ekki frá hverjum þau eru.
Dæmi: Þú ert mjög dugleg. Konur eru með mjög fallegan líkama. Mig dreymdi þig í nótt..........
Gló Magnaða, 29.10.2007 kl. 14:49
Er Haukur, fulltrúi fólksins?? Hvaða Haukur er þetta?
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 30.10.2007 kl. 16:04
Ástæða þess að ég vil ekki þekkjast er að sumt fólk stimplar mann af sínum skoðunum og ég kæri mig ekki um slíkt. Það að búa í svona litlu samfélagi getur verið bæði gott og slæmt. Slæmu hliðarnar eru allar kjaftasögurnar sem eru gangandi í saumaklúbbum sem stundum er enginn fótur fyrir. Bara af því að þessi sagði við þennan þá á það að heita sannleikur. Svona eins og ég hef verið stimplaður sem netperri og sori af henni Gló. Ég hef ekkert að fela, ég kæri mig bara ekki um að vera umræðuefni í saumaklúbbum vegna skoðanna minna.
Fulltrúi fólksins, 2.11.2007 kl. 13:37
nú er allt bara loklokoglæs
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 5.11.2007 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.