20.10.2008 | 22:30
Ég skammast mín..........
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar blés til krísufundar í síðustu viku vegna "ástandins". Þar mættu um 50 manns og voru þeir látnir faðmast, haldast í hendur og grenja saman eða eitthvað álíka fíflalegt. Og ég verð að segja "hvaða rugl er þetta?"
Ég veit ekki með aðra en ég hafði alla vega hugsað dæmið þannig að við gætum nýtt okkur þetta "ástand", stöðvað fólksflóttann og fengið til okkar fólk þegar það getur ekki lengur búið í brjálunni á Reykjavíkursvæðinu. Gert fólki grein fyrir því að hér sé samfélag laust við kreppu og áhyggjur. Að hérna eigi fjölskyldur húseignir sem kostar bara nokkrar milljónir (ekki tugir milljóna) og hérna skuldi fólk bara fáar milljónir í íslenskum krónum (við fengum ekki myntkörfulán til húsnæðiskaupa). Fólk hér muni því ráða við að greiða af sínum lánum. Hér geti fólk auðveldega sparað í bifreiðkostnaði og á fleiri sviðum er þörf krefur. Þvílíkur lúxus! Paradís á jörð! (alla vega á Íslandi)
En neeeeei, það þurfti endilega að taka þátt í kreppukrísunni alla leið, faðmast, grenja, og bera sig aumlega og láta alla heimsbyggðina halda að hér sé allt í kalda koli. Og um að gera að auglýsa það vel og vandlega í fjölmiðlum.
Það eru örugglega einhverjir bæjarbúar sem hafa misst einhvern pening (og þá aðallega gróða) við fall bankanna. Ég segi þá bara við þá það sama og ég sagði við fólk sem ætlaði aðfara að vorkenna mér þegar ég fékk nokkrar milljónir í hausinn vegna gjaldþrots fyrirtækis sem ég átti hlut í "iss þetta eru bara peningar".
Bæjaryfirvöld ættu að skammast sín. Ef einhvern tíman hefur verið tilefni til að hóa fólki saman til þess að haldast í hendur, grenja saman og stappa stálinu hvort í annað þá var það þegar kvótinn var seldur burt og íbúar í bæjum og þorpum landsins voru skildir eftir í lausu lofti með ekkert framundan nema verðlausar eignir og svartnætti. Þá hefði örugglega verið þörf á slíkum fundi.
Að lokum setning sem á vel við og við félagarnir notum óspat á hvort annað þegar einhver er að tuða um eitthvað ómerkilegt:
Athugasemdir
þetta er svaka lestur hjá þér kona og hittir rækilega í mark.
Var enginn áfallahjálparfundur þegar Kambur hætti ? eða Norðurtanginn ? eða Íshúsfélagið ? eða eða ??
Og hundruðir misstu vinnuna.
En kannski var bæjarstjórnin þá með svona einka peppfund þar sem fulltrúarnir styrktu hvern annan í hópefli eða í einrúmi ?
Nú þarf að undirbúa stór innflutning á fólki úr borg óttans vestur á firði
vinkona (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 22:45
Í þessari kreppu missa þeir mest sem eiga mest. Hvað sem framtíðin ber í skauti sér þá er þetta staðreynd dagsins í dag. Kannski er það þess vegna sem þetta er litið svo alvarlegum augum, þetta er ekki venjulegir verkamenn að tapa vinnunni, þetta er aðallinn og fólkið í góðu störfunum.
Mér finnst óþarfi að taka þjóðina á taugum, það er einmitt þörf á því að við höldum okkar striki og,eins og Eygló bendir á, nýtum þetta tækifæri til sóknar.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 21.10.2008 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.