19.10.2007 | 10:13
Ég kann ekki að vera pólitíkus, ég hlusta á rök.
Ég er búin að vera í nokkurs konar rökræðum í vinnunni um búsetu á landinu. En ég er ekki frá því að ég sé örlítið pirruð. Yfirleitt hef ég gaman af svona rökræðum og ég hef að sjálfsögðu alltaf betur. Enda hvernig er annað hægt þegar maður er með Ísafirði.
En þessi aðili beitti fólskulegri pólitískri aðferð sem er þannig að hann kom með sínar glötuðu röksemdafærslur um hvað það væri ótrúlega fínt að búa í Reykjavík, þar væru svo góð laun og engar umferðarteppur (hann hafði aldrei nokkurntíman heyrt um þær) og á Akureyri byggi fólk sem þráði að kynnast utanbæjarfólki og bærinn væri fullur af lífi. Ég sat og hlustaði vel og vandlega án þess að grípa framm í. Svo hélt ég að ég mætti koma með mínar rökfærslur um að Ísafjörður væri æðislegastur og miklu betri en allt. Hvað gerðist þá? Hinn aðilinn lokaði gjörsamlega fyrir eyrum á sér og hundsaði algjörlega allt sem ég sagði. Hann hefði alveg eins getað haldið fyrir eyrun og sagt alalalalala......... Það komu samt móment þar sem hann greip eitt og eitt orð sem ég sagði. Þá venti hann því við og snéri því á hvolf og rangtúlkaði algjörlega.
Niðurstaða dagsins er sú að ég ætla ekki að vera pólitíkus þegar ég verð stór.
Athugasemdir
lalalalalalala.........ég er ekki að hlusta á þig..... enda ertu kelling
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 19.10.2007 kl. 11:36
Jamm þetta er greinilega eitthvað mottó þessarar viku:
Kellingar eru ömurlegar, ekki, undir neinum kringumstæðum, hlusta á þær.
Gló Magnaða, 19.10.2007 kl. 13:18
Djöfull þoli ég ekki fólk sem lætur svona!
Hjördís Þráinsdóttir, 20.10.2007 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.