3.10.2007 | 00:55
Talandi um íslenskt mál
Ég hef ákveðið tileinka mér málshætti og orðtök og nota það óspart í bloggi mínu. Þið verðið svo að kommenta hvernig til tekst.
Í dag ákvað ég að fá mér göngutúr og af því að það var svo gott veður þá ákvað ég bara að slá tvær flugur í sama höfuðið og fara í lausláta peysu. Ég gekk framhjá flottasta húsinu í bænum. Fólkið sem býr þar á þvílíka millu, lifa eins og greifingjar og leika á alls eggi. Sumt fólk er svo loðið á milli lappanna að það er ótrúlegt. Ég vildi óska að ég væri dauð fluga á vegg hjá þeim.
Ég gekk áfram og þá sá ég allt í einu svo sætan strák að ég fór alveg fram hjá mér og vissi ekki í hvorn fótinn ég átti að setjast. Hann bara birtist þarna eins og skrattinn úr heiðskíru lofti og hvarf jafn harðan og ég sat eftir með súrt eplið.
Ég ákvað þá að fara í miðbæinn til þess að sjá mig og sýna aðra vegna þess að betur sjá eyru en auga. Það voru nú ekki margir þar en ég gafst ekki upp því Róm var ekki reist á hverjum degi og ég fór á Langa Manga. Þar var verið að handfletta rjúpur sem átti svo að fylla með beinhreinsuðum vínberjum og melónum, en nú er einmitt fengitími þeirra. Eitthvað varð nú lítið úr þessum mat þegar til átti að taka og var þetta varla upp í köttinn á Nesi.
Allt í einu varð ég svo sunnan við mig og ákvað að fara heim til mín þar sem ég ríð rækjum. Þegar ég kom heim var ég svo þreytt að ég henti mér undir rúm. Ég ætlaði mér að sofna en varð bara andvana og þar stóð hundurinn í kúnni.
Núna er ég stein vakandi og er búin að kíkja á netið og hef komist að ýmsu.
Því lærin lengjast sem lifa.
Athugasemdir
Gló þú ert mögnuð.
Ég tók áföll af hlátri og velti mér upp úr gólfinu.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 3.10.2007 kl. 09:51
bwahahah þetta er svo fyndið að ég fæ ábyggilega hassberur í magann ! :-D
Linda Pé, 3.10.2007 kl. 14:20
HAHAHA! þetta er alveg ótrúlega ótrúlega fyndið ! :) góð færsla hjá þer
Guðmunda Stefanía Gestsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 14:27
Almáttugur! Ég verð bara að bíta í það súra enni að þessi umfjöllun um íslenskt mál er nú fyndnari en neglarnir mínir!
Hjördís Þráinsdóttir, 3.10.2007 kl. 18:58
ég kveiki ekki alveg á ljósinu. Hvað er í eldhúsinu ?
amma (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 23:27
Hahahahahahaha
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2007 kl. 12:55
hahahaha Þú ert náttúrlega Laaaaaaaangflotturst haha
Sjálf Gyðjan (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 16:13
Rjúpur??? það var HUMMUS!
Ylfa Mist Helgadóttir, 4.10.2007 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.