Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt.......

Við erum heppin hér fyrir vestan. Hér er afgreiðslu og þjónustfólk almennt íslenskt. En maður heyrir hörmungar sögur úr borg óttans um að það sé varla möguleiki að fara inn í verslun eða veitingastað og nota ástkæra ylhýra.
Nú er ég á leiðinni í borgina ásamt fríðu föruneyti. Þurfum við virkilega að hafa með okkur túlk eða fara á námskeið áður en við förum?
Við munum væntanlega ekki verð hungurmorða í ferðinni því flest erum við með góðan forða en það er hluti af svona ferð að éta mikið og drekka ennþá meira og það væri frekar fúllt að geta ekki pantað sér það sem manni langar í.

Björtu hliðarnar:
Ef til vill munum við koma léttari til baka.
Það kemur sér vel þegar viktarklúbburinn hefst.
Við munum ekki eyða eins mikið af peningunum okkar utan heimabyggðar.

En ég ætla alla vega að borða vel áður en ég fer og hafa með mér nesti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Það vera vitlaust það bara vera íslenskúr vinna í veitingastað! Hvað með Bratislava?!

 

Hjördís Þráinsdóttir, 30.9.2007 kl. 14:04

2 Smámynd: Gló Magnaða

Bratislava talar nú íslenskúr pínulítið. Hún sleppur.  

Gló Magnaða, 1.10.2007 kl. 09:22

3 identicon

Svei mér þá.....held að ég væri best geymd í borg óttans, því ekki má ég éta mikið og drekka meira !!!! :-)

Gunna Guggu (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 09:43

4 Smámynd: Gló Magnaða

Kemur Gunna mín.

Rétt upp hönd sem hlakka til jólanna????

Gló Magnaða, 1.10.2007 kl. 11:08

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vonast til að sjá ykkur kerlurnar á Langa Manga á eftir, ætla að kíkja þangað í hádeginu, til að frá fréttir af hvernig haga skal helginni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2007 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband