25.9.2007 | 11:32
Villimaðurinn ég.........
Það er endalaust verið að andskotast í mér að smakka það ógirnilega fyrirbæri sem kallað er því orðskrípi "Hummus". Það eru einhverjir mánuðir síðan að maður fór að sjá þetta í krukkum í hillum verslanna. Ekki er hægt að segja að þetta hafi vakið bragðlaukana hjá manni því fyrirbærið er með afbrigðum ólystugt á að líta.
Þetta ku vera einhverskonar kæfa úr baunum en fólk má alls ekki vita það af einhverjum ástæðum. Mér var tjáð að þegar verið var að finna nafn á stöppuna atarna þá hóstaði, ræskti sig og snýtti sér maður í nágrenninu og aha.. þannig hafi nafnið "Hummus" orðið til, því útlitið að þessari kæfustöppu minnir óneitanlega mjög á svæsna kvefpest.
Vegna pressunar, að bragða á þessari kvefpest, þá ákvað ég að finna eitthvað á móti sem ég gæti notað til þess að þessir "vinir" hætti að skipta sér af því hvað ég borða. Og ég hef fundið það. dadarara...... Blóðgrautur nammi namm. Einhverjum finnst það kannski ólystugt en ég skal segja ykkur það að þetta er rosalega gott. Ég fór að gramsa í skúffum og skápum hjá mér í gærkvöldi og vitið menn, ég fann uppskriftina, namminamm......
Þá er bara fyrir villimanninn að ná sér í blóð og fara að kokka.
Ylfa og Matta ykkur er boðið
Athugasemdir
Ég kem alveg (ó)hrædd, úr hvernig dýrum er annars blóðið?
Hvaða vín drekkum við með blóðgraut?
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 25.9.2007 kl. 12:29
Ég fann upplýsingar um það á netinu að kálfablóð væri best. Annars er það örugglega ekkert svo mikið atriði úr hvaða kvikindi blóðið kemur.
Vínið já humm..... veit ekki....... kannski bara campari.
Gló Magnaða, 25.9.2007 kl. 12:55
Campari, ef ég man rétt eru fyrstu 3 glösin vond en svo skánar drykkurinn. Það er sem sagt tvöföld áskorun. Hvenær eigum við að mæta?
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 25.9.2007 kl. 16:49
Mig vantar blóð.
Gló Magnaða, 25.9.2007 kl. 19:28
Áttu ekki óinnleystan tékka í bankanum? BLÓÐbankanum? Ahahaha...
Dö.
Hjördís Þráinsdóttir, 25.9.2007 kl. 21:51
Ég kem ALLTAF í mat ef eitthvað er nýstárlegt á boðstólum!!! Súrsuð júgur hef ég lagt mér til munns, heilastöppu og hræring. Bruðning, áfir og soðna punga. En ekki blóðgraut. Ég hlakka mikið til. Ég skal redda blóðinu......
Ylfa Mist Helgadóttir, 25.9.2007 kl. 22:19
Úps. má ég vera viðstödd ? skal koma með myndavél .
amma (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 22:46
Þú má smakka líka amma. þetta er mjög ljúffengt.
Það er spurning hvort ekki eigi bara að hafa villimannadag á Langa Manga. Hvað er hægt að hafa fleira?
Gló Magnaða, 26.9.2007 kl. 09:20
Já og svo er ég sérlega hrifin af Campari! Finnst það æðislegt með klaka. Sódavatn spillir ekki heldur.
Ylfa Mist Helgadóttir, 26.9.2007 kl. 17:57
Takk Gló ... Held ég þori ekki, en vildi gjarnan vera vitni að þessum gjörningi. Nema ég drekki heila Campari flösku áður.
amma (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.