9.8.2007 | 09:41
Djö.... klikkaði á að blogga einu sinni í mánuði
Það er kominn ágúst og ég gleymdi að blogga í júlí.
Það var kannski of mikið að gera í júlí. Ættarmót og undirbúningur fyrir mýrarboltann. Glyðrur og Glommarar skemmtu sér hið besta á Mýrarboltanum en allir klikkuðu á að vera nóg og skemmtilegir nema sennilega ég.
Allavega fékk ég viðurkenningu fyrir að vera skemmtilegasti leikmaður mótsins og það er nú ekki slæmt að vera valin úr um 300 manna hóp. En þetta er pressa. Nú get ég ekkert verið leiðinleg í heilt ár. Verð að vanda mig og vera alltaf skemmtileg. Alltaf brosandi og segja endalaust brandara.
Uff... þetta verður erfitt.
Athugasemdir
Ég var líka mjög skemmtileg þó ég fegni engin verðlaun. Málið er að ég á svo erfitt með að koma því frá mér og þess vegna halda sumir að ég sé ekkert óvenjulega skemmtileg.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 9.8.2007 kl. 10:20
Þú ferð létt með það að vera Skemtileg! Svo getum við testað það núna um helgina á Lubbanum og látið þig troða upp .
En ég skil það vel að hægt sé að gleima að blogga ég ætlaði að gera það einusinni í viku en hrjáist af rit stíflu eða kanski lifi ég bara svo einhæfu og trlbreitinga litlu lífi að ég hafi ekki neitt að skrifa um!
Gréta Skúla (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 23:06
Já hún Eygló þarf ekki að hafa fyrir því að vera skemmtileg. Og svo er hún líka valkyrja, sú var flott í drullunni í Tunguskógi um daginn
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.8.2007 kl. 10:00
Svo finnst mér að þú ættir að vera með bikarinn á þér alla daga fram að næsta móti. Svo það fari nú ekki á milli mála að þú sért skemmtilegust ! Ef það skildi fara framhjá einhverjum, það er að segja.
amma (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 19:56
Hún amma var nú svolítið skemmtileg líka.
Alla vega var ekki tekin af henni ein einasta mynd nema hún héldi á einhverjum áfengum mjöð.
Minnir mig á Sverrir Stormsker þegar hann fór í júróvisjon. Þá hét hann því að hann skyldi vera með bjór í hendi á öllum myndum sem yrðu teknar af honum og það tókst
Gló Magnaða, 20.8.2007 kl. 22:41
Ég er ekki frá því að hún amma hafi líka minnt á Sverri Stormsker á Lubbanum um helgina
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 20.8.2007 kl. 23:46
Var hann líka rekinn úr hljómsveit eftir eitt lag ?
amma (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.