Blogg, slogg......

Ég held ég hafi bloggað út hérna um árið. Finn ótrúlega litla þörf til þess að blogga þessa dagana.

En............. 

Ég fór á konukaffi á hótelinu 19. júní. Það var auðvitað fínt eins og við var að búast. Nokkrar konur fluttu misjöfn erindi. Áslaug hótelstjóri, og núna Fálkaorðueigandi, fræddi okkur um hvaðan hún hefði þennan dugnað og eldmóð sem endum dylst að þessi kona hefur svo um munar.

Anna Jónasar, sem ég afgreiddi mjög oft í Kaupfélaginu á Hlíðarveginum og virðist ekki deginum eldri en hún var þá (árið áttatíu og eitthvað), sagði okkur skemmtilega sögu, örugglega sanna.

Ásta Dóra fegurðardrottningin okkar fór með rímaðan pistil um sjúkdóma og verki, mjög fyndið.

Sóley Ebba "Möttudóttir" spilaði á píanó frumsamið lag sem heitir Evita og svo Yesterday með Bítlunum sjálfum og þar söng hún líka.  Ótrúlega flott stelpa.

Fínt kvöld og ég ver ekki komin heim fyr en 23:15

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Herru þúðaddna! Það er ekki verið að segja manni frá þessu bloggi! Ég bætti þér hið snarasta á bloggvinalistann, eins gott fyrir þig að samþykkja það!

 Komstu heim 23:15? Vóts, máttirðu vera svona lengi úti?

Hjördís Þráinsdóttir, 2.7.2007 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband