Djö.... klikkaði á að blogga einu sinni í mánuði

Það er kominn ágúst og ég gleymdi að blogga í júlí.

Það var kannski of mikið að gera í júlí. Ættarmót og undirbúningur fyrir mýrarboltann. Glyðrur og Glommarar skemmtu sér hið besta á Mýrarboltanum en allir klikkuðu á að vera nóg og skemmtilegir nema sennilega ég.
Allavega fékk ég viðurkenningu fyrir að vera skemmtilegasti leikmaður mótsins og það er nú ekki slæmt að vera valin úr um 300 manna hóp. En þetta er pressa. Nú get ég ekkert verið leiðinleg í heilt ár. Verð að vanda mig og vera alltaf skemmtileg. Alltaf brosandi og segja endalaust brandara.
Uff... þetta verður erfitt.


Blogg, slogg......

Ég held ég hafi bloggað út hérna um árið. Finn ótrúlega litla þörf til þess að blogga þessa dagana.

En............. 

Ég fór á konukaffi á hótelinu 19. júní. Það var auðvitað fínt eins og við var að búast. Nokkrar konur fluttu misjöfn erindi. Áslaug hótelstjóri, og núna Fálkaorðueigandi, fræddi okkur um hvaðan hún hefði þennan dugnað og eldmóð sem endum dylst að þessi kona hefur svo um munar.

Anna Jónasar, sem ég afgreiddi mjög oft í Kaupfélaginu á Hlíðarveginum og virðist ekki deginum eldri en hún var þá (árið áttatíu og eitthvað), sagði okkur skemmtilega sögu, örugglega sanna.

Ásta Dóra fegurðardrottningin okkar fór með rímaðan pistil um sjúkdóma og verki, mjög fyndið.

Sóley Ebba "Möttudóttir" spilaði á píanó frumsamið lag sem heitir Evita og svo Yesterday með Bítlunum sjálfum og þar söng hún líka.  Ótrúlega flott stelpa.

Fínt kvöld og ég ver ekki komin heim fyr en 23:15

 


Gló bloggari á ný

Ég var ein af fyrstu bloggurum þessa lands með eigin bloggsíðu sem var ótrúlega flott, dáldið mikið bleik og mjög kúl. En svo fór blogg að verða vinsælt og þá hætti ég.  Ákvað að prufa aftur á moggablogginu af því að það segja allir að það sé svo rosalega inn í dag. Allir sebbar landsins séu á moggabloggi.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband