Jólin eru að koma eins og óð fluga.

Í dag er ég tiltölulega laus við allt sem gæti kallast jólastress og er bara að dinglast og djamma í desember.  Það er svo sem ekki nema um það bil 10 ár síðan að ég tók að fullu þátt í öllu brjálæðinu. Bakaði 25 sortir af smákökum og gerði alla íbúðina hreina hátt og lágt og jólin komu ekki fyrr en maður hafði þrifið alla skápa og tekið bæði eldavél og ískáp fram og þrifið þar á bak við. Það var bara vakað til þess að klára þetta allt saman og maður svaf líka meira og minna öll jólin alveg drulluþreyttur.  

 

Í dag eru tvær vikur til jóla og ég er ekki búin að baka neitt, ekki búin að kaupa nema 3 jólagjafir af einhverjum 30, ekki byrjuð að huga að jólakortum (sem ég geri alltaf sjálf), ekki búin að skreyta nema setja upp nokkrar seríur í gluggana, ekki búin að þrífa neitt extra og ekki búin að ákveða allan jólamatinn hvað þá kaupa hann nema eina stóra “hænu” sem ég kippti með úr Bónus þegar ég var á ferð þar í síðustu viku.

Og málið er að mér líður ágætlega og er sallaróleg yfir þessu. Ég er sannfærð um að jólin koma hvort sem ég klára eitthvað af þessu sem ég á eftir eða ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sama hér.

Lærði það snemma að setja ajax í tusku og strjúka hurðarkarma. Þá kemur víst svona hreingerningarlykt.

Kveikja á kertum, slökkva stóru ljósin og njóta lífsins.

Yndislegt !

amma (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 19:12

2 Smámynd: Linda Pé

Það er bara nauðsynlegt að taka þessu með ró.

Afhverju að vera að þrífa allt hátt og lágt og þurfa svo að taka allt húsið í gegn aftir í janúar??

Sósuslettur á eldavélinni, greni útum allt hús, sogskála-för á gluggunum eftir séríurnar, papprír og slaufur útum allt.

Bara að gera eins og amma segir hér að ofan... kveikja á kertum og njóta jólanna!

Linda Pé, 14.12.2007 kl. 14:31

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm til hvers allt þetta stress ? Segi nú ekki margt, og svo er hægt að fá þessar líka fínu kökur í Bónus og Samkaup og Gamla.  Er samt búin að fjárfesta í skötunni, þorði ekki að taka sjensinn á að hún væri ekki fáanleg fyrir Þorlák.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2007 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband